Velferðarráðuneytið - ósk um viðræður vegna þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri

Málsnúmer 2013070004

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 1196. fundur - 05.11.2014

Kynnt staða mála í viðræðum við velferðarráðuneytið vegna þjónustu við fólk með geðraskanir.

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti viðræður við velferðarráðuneytið um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri. Fyrir liggur minnisblað með upplýsingum um þjónustuþætti sem Akureyrarbær óskar eftir að skoðað verði með tilliti til samstarfs um fjármögnun. Minnisblaðið er nú til skoðunar hjá velferðarráðuneytinu sem mun fljótlega boða fulltrúa Akureyrarbæjar á fund.

Félagsmálaráð óskar eftir að taka málið aftur fyrir á næsta fundi sínum.

Félagsmálaráð - 1197. fundur - 26.11.2014

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu viðræða við velferðarráðuneytið um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri.
Hún átti, ásamt Eiríki Birni Björgvinssyni bæjarstjóra, fund með fulltrúum velferðarráðuneytisins þar sem farið var yfir helstu þætti í þjónustu við geðfatlað fólk á Akureyri. Afmarkaðir voru ákveðnir þættir sem fulltrúar ráðuneytisins eru nú að skoða með tilliti til fjárframlaga.

Málið verður aftur tekið fyrir á fundi félagsmálaráðs í næstu viku.

Félagsmálaráð - 1198. fundur - 03.12.2014

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu viðræða við velferðarráðuneytið um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri.

Málið er ennþá í vinnslu í velferðarráðuneytinu.

Félagsmálaráð - 1199. fundur - 17.12.2014

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar kynnti stöðu viðræðna við velferðarráðuneytið um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri.
Viðræðum við velferðarráðuneytið vegna þjónustu við fólk með geðraskanir á Akureyri er ekki lokið en félagsmálaráð óskar eftir að málið verði kynnt og rætt við félags- og húsnæðismálaráðherra í heimsókn sem fyrirhuguð er í byrjun janúar 2015. Varðandi samninginn um rekstur Lautarinnar þá hefur Geðverndarfélagið sótt um styrk til rekstrarins til velferðarráðuneytisins af verkefnastyrkjum á safnliðum fjárlaga og verður úthlutun í lok janúar 2015.