SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2012

Málsnúmer 2011100092

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3293. fundur - 27.10.2011

Erindi dags. 19. október 2011 frá Ásgerði Th. Björnsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Akureyrarbæjar og SÁÁ um rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri verði endurnýjaður.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

Félagsmálaráð - 1144. fundur - 23.05.2012

Lagt fram erindi dags. 8. mars 2012 frá Ásgerði Th. Björnsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ þar sem óskað er eftir því að samningur verði gerður um áframhaldandi þjónustu SÁÁ á Akureyri.

Félagsmálaráð ákveður að vinna að áframhaldandi samningi við SÁÁ til eins árs og felur Guðrúnu Sigurðardóttur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að undirbúa málið.

Félagsmálaráð - 1152. fundur - 24.10.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar lagði fram drög að samstarfssamningi á milli Akureyrarbæjar og SÁÁ.

Málinu er frestað.

Félagsmálaráð - 1156. fundur - 12.12.2012

Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri lagði fram drög að samstarfssamningi Akureyrarbæjar og SÁÁ fyrir árið 2012. Málið var áður á dagskrá ráðsins 24. október 2012.

Félagsmálaráð samþykkir samstarfssaming Akureyrarbæjar og SÁÁ fyrir árið 2012.

Félagsmálaráð - 1176. fundur - 11.12.2013

Rætt um styrkveitingu til SÁÁ fyrir árið 2013. Greint frá fundi með framkvæmdastjóra og formanni SÁÁ.

Félagsmálaráð felur framkvæmdastjóra fjölskyldudeildar að ganga frá samstarfssamningi við SÁÁ fyrir árið 2013.