Bæjarstjórn

3354. fundur 15. apríl 2014 kl. 16:00 - 19:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Odds Helga Halldórssonar.
Njáll Trausti Friðbertsson D-lista mætti í forföllum Ólafs Jónssonar.

1.Norður Brekka, neðri hluti - skipulagslýsing

Málsnúmer 2014030299Vakta málsnúmer

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 9. apríl 2014:
Skipulagsstjóri lagði fram skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Norður Brekku, neðri hluta.
Tillagan er unnin af Ómari Ívarssyni frá Landslagi ehf sem kom á fundinn og kynnti lýsinguna.
Skipulagsnefnd þakkar Ómari Ívarssyni fyrir kynninguna.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um hana.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

Málsnúmer 2007110127Vakta málsnúmer

Njáll Trausti Friðbertson D-lista óskar eftir umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugs.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista óskar eftir umræðu um framtíð Reykjavíkurflugvallar og innanlandsflugs.

Þegar hér var komið í dagskránni var gert stutt fundarhlé.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista lagði fram tillögu að bókun svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeim áhrifum sem langvarandi óvissa um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri veldur.

Það verður ekki lengur við það unað, að áformað sé að skerða stórkostlega lífsnauðsynlegar flugsamgöngur landsmanna við höfuðborg landsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Bæjarstjórn Akureyrar skorar á Reykjavíkurborg og ríkisvaldið að þau nái samkomulagi um að hrófla ekki við Reykjavíkurflugvellinum í Vatnsmýri þar til viðunandi lausn finnst fyrir alla landsmenn, með líkum hætti og gert var með Bromma flugvöll í Stokkhólmi þar sem öryggishagsmunir Svíþjóðar voru hafðir að leiðarljósi.

Mikilvægt er að Reykjavíkurborg virði það samkomulag sem er í gildi milli hennar, ríkisins og Icelandair group. Brýnt er að öryggi innanlandsflugs í Vatnsmýri verði tryggt. Með þeim hætti einum getur Reykjavík verið höfuðborg landsmanna allra.

Tillaga Njáls Trausta Friðbertssonar var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Ársreikningur Akureyrarbæjar 2013 - fyrri umræða

Málsnúmer 2013110024Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 10. apríl 2014:
Lagður fram ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2013.
Hólmgrímur Bjarnason og Aðalsteinn Sigurðsson endurskoðendur frá Deloitte ehf mættu á fundinn undir þessum lið og skýrðu ársreikninginn.
Bæjarráð vísar ársreikningi Akureyrarbæjar fyrir árið 2013 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Fram kom tillaga um að vísa ársreikningnum til bæjarráðs og síðari umræðu í bæjarstjórn og var hún samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

4.Stöðuskýrsla nefnda 2013 - 2014

Málsnúmer 2013090098Vakta málsnúmer

Hlín Bolladóttir bæjarfulltrúi og formaður samfélags- og mannréttindaráðs gerði grein fyrir stöðuskýrslu ráðsins.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

5.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 3. og 10. apríl 2014
Bæjarráð 3. og 10. apríl 2014
Félagsmálaráð 26. mars 2014
Framkvæmdaráð 4. apríl 2014
Samfélags- og mannréttindaráð 2. apríl 2014
Skipulagsnefnd 9. apríl 2014
Stjórn Akureyrarstofu 3. apríl 2014
Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar 4. apríl 2014

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is /
Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:05.