Bæjarstjórn

3303. fundur 03. maí 2011 kl. 16:00 - 18:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir
 • Logi Már Einarsson
 • Ólafur Jónsson
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar bauð forseti Loga Má Einarsson varabæjarfulltrúa S-lista velkominn á hans fyrsta fund í bæjarstjórn.

Því næst leitaði forseti afbrigða til að taka málið Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - breytingar á samþykktum sjóðsins á dagskrá og var það samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

1.Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - breytingar á samþykktum sjóðsins

Málsnúmer 2011040154Vakta málsnúmer

Erindi dags. 28. apríl 2011 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Erindið varðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins þann 27. apríl sl. Óskað er eftir því að bæjarstjórn samþykki breytingarnar og sendi sjóðnum staðfestingu þar að lútandi.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.

2.Bæjarstjórn - ósk um tímabundið leyfi frá störfum

Málsnúmer 2011040150Vakta málsnúmer

Bæjarfulltrúi Sigurður Guðmundsson, kt. 080369-3879, A-lista, óskar eftir tímabundnu leyfi sem bæjarfulltrúi frá 1. maí til 1. júní 2011.
Bæjarstjórn samþykkir beiðni Sigurðar Guðmundssonar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Stefnuumræða í bæjarstjórn 2011 - umhverfisnefnd

Málsnúmer 2011030070Vakta málsnúmer

Starfsáætlun umhverfisnefndar.
Í samræmi við 21. grein í Samþykkt um stjórn Akureyrarkaupstaðar og fundarsköp bæjarstjórnar og samþykkt bæjarstjórnar frá 17. maí 2005 um þátttöku nefndarformanna utan bæjarstjórnar í bæjarstjórnarfundum mætti Sigmar Arnarsson formaður umhverfisnefndar og flutti skýrslu formanns.
Almennar umræður urðu í kjölfarið.

4.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Dagskrá tæmd.

Fram var lögð utan dagskrár eftirfarandi tillaga að ályktun (2011050025):

Bæjarstjórn Akureyrar fagnar kaupum Samherja á starfsemi Brims á Norðurlandi. Með kaupunum er ljóst að rekstur fiskvinnslu í bænum stendur áfram á traustum grunni.
Hið nýja félag, sem stofnað er um reksturinn, fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa og er það von bæjarstjórnar að það muni bera nafn með rentu.
Mál er að deilum um fiskveiðistjórnunarkerfið ljúki með samkomulagi og málamiðlun. Úrbætur í atvinnu- og kjaramálum við núverandi aðstæður þola ekki bið.
Bæjarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að skapa sjávarútvegnum traustan rekstrargrundvöll og öryggi til framtíðar. Það er ein af mikilvægum forsendum sóknar í atvinnumálum við Eyjafjörð og í sjávarbyggðum landið um kring.

Ályktunin var borin upp og samþykkt með 11 samhljóða atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:00.