Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - breytingar á samþykktum sjóðsins

Málsnúmer 2011040154

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3303. fundur - 03.05.2011

Erindi dags. 28. apríl 2011 frá Kára Arnóri Kárasyni f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar. Erindið varðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar sem samþykktar voru á aðalfundi sjóðsins þann 27. apríl sl. Óskað er eftir því að bæjarstjórn samþykki breytingarnar og sendi sjóðnum staðfestingu þar að lútandi.

Bæjarstjórn samþykkir framlagðar breytingar á samþykktum Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar með 11 samhljóða atkvæðum.