Bæjarráð

3466. fundur 23. júlí 2015 kl. 08:30 - 10:56 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá

1.Slökkvilið Akureyrar - staða og framtíð sjúkraflutninga

Málsnúmer 2015070071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 16. júlí sl. Umræður um sjúkraflutninga og framtíðarskipulag hjá Slökkviliði Akureyrar.

Karl Guðmundsson verkefnisstjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

2.Beiðni um innlausn erfðafesturéttinda land nr. 933a ln. 150104

Málsnúmer 2014110132Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráð 9. júlí 2015 samþykkti bæjarráð að að innleysa erfðafestu nr. 933a samkvæmt matsgjörð Ólafs G. Vagnssonar ráðunauts dagsetta 29. maí 2015.

Með bréfi lögmanns erfingja Kjartans Sumarliðasonar, dagsettu 20. júlí 2015, er óskað eftir því að bærinn samþykki að falla frá innlausn og forkaupsrétti, en komið er kauptilboð í erfðafestuna.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Margrét Kristín Helgadóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að afturkalla ákvörðun sína um innlausn erfðafestu nr. 933a sem tekin var á fundi dagsettum 9. júlí 2015 og fellur frá forkaupsrétti vegna þessara eigendaskipta erfðafestunnar.

3.Verslunarmannahelgin - Ein með öllu 2015

Málsnúmer 2015070113Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2015 frá Vinum Akureyrar þar sem óskað er eftir að skemmtistaðir megi vera opnir um verslunarmannahelgina til kl. 02:00 aðfararnótt föstudags og til kl. 05:00 aðfararnótt laugardags og sunnudags. Staðirnir sem um ræðir eru Græni hatturinn, Pósthúsbarinn, Kaffi Amour, Kaffi Akureyri, Sjallinn og Götubarinn.
Með vísan í 7. mgr. 25. gr. í lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað samþykkir bæjarráð að heimila veitingastöðum skv. flokki III að hafa opið um verslunarmannahelgina sem hér segir: Aðfararnótt laugardags og sunnudags til kl. 05:00. Bæjarráð samþykkir einnig beiðni Vina Akureyrar um að aðfararnótt föstudags verði opið til kl. 02:00.

4.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerðir 2010-2015

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 93. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 7. júlí 2015. Fundargerðina má finna á netslóðinni: https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir
Bæjarráð vísar 1. lið til atvinnumálanefndar, 3. lið til íþróttaráðs, 2. og 4. liður eru lagðir fram til kynningar í bæjarráði.

5.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 266., 267., 268. og 269. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 15. og 20. maí og 16. og 26. júní 2015.

Fundargerðirnar má finna á netslóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

Fundi slitið - kl. 10:56.