Erfðafestuland nr. 933a - matsgjörð

Málsnúmer 2014110132

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3464. fundur - 09.07.2015

Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista mætti í forföllum Gunnars Gíslasonar.
Lögð fram matsgjörð vegna erfðafestulands nr. 933a.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.
Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.
Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að innleysa erfðafestu nr. 933a samkvæmt matsgjörð Ólafs G. Vagnssonar ráðunauts dagsetta 29. maí 2015. Innleyst er erfðafesta nr. 933a fyrir utan girðingar innan spildu samtals að upphæð kr. 385.665.

Bæjarráð - 3466. fundur - 23.07.2015

Á fundi bæjarráð 9. júlí 2015 samþykkti bæjarráð að að innleysa erfðafestu nr. 933a samkvæmt matsgjörð Ólafs G. Vagnssonar ráðunauts dagsetta 29. maí 2015.

Með bréfi lögmanns erfingja Kjartans Sumarliðasonar, dagsettu 20. júlí 2015, er óskað eftir því að bærinn samþykki að falla frá innlausn og forkaupsrétti, en komið er kauptilboð í erfðafestuna.
Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Margrét Kristín Helgadóttir Æ-lista á því athygli að hún teldi sig vanhæfa að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarráð og var það samþykkt með 5 samhljóða atkvæðum.

Margrét Kristín Helgadóttir vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.


Bæjarráð samþykkir með 4 samhljóða atkvæðum að afturkalla ákvörðun sína um innlausn erfðafestu nr. 933a sem tekin var á fundi dagsettum 9. júlí 2015 og fellur frá forkaupsrétti vegna þessara eigendaskipta erfðafestunnar.