Bæjarráð

3445. fundur 22. janúar 2015 kl. 09:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Sigríður Huld Jónsdóttir
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Sigríður Huld Jónsdóttir S-lista mætti í forföllum Loga Más Einarssonar.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Afskriftir krafna 2014

Málsnúmer 2015010189Vakta málsnúmer

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og lagði fram tillögu dagsetta 19. janúar 2015 um afskriftir krafna.

Kröfurnar eru frá árunum 2011 og eldri árum. Jafnframt er um að ræða yngri kröfur hjá gjaldþrota aðilum og einstaklingum sem fengið hafa greiðsluaðlögun.

Samtals er um 963 kröfur að ræða að fjárhæð kr. 15.427.474.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra.

2.Skjalastefna Akureyrarbæjar

Málsnúmer 2012100192Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri skjalastefnu Akureyrarbæjar.

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir endurskoðaða skjalastefnu Akureyrarbæjar og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

3.Akureyrarbær - kærumál

Málsnúmer 2015010193Vakta málsnúmer

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir sögu kærumála á hendur Akureyrarbæ.

4.Eyþing - fundargerðir

Málsnúmer 2010110064Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 261. og 262. fundar stjórnar Eyþings dagsettar 19. nóvember og 17. desember 2014.

Fundargerðirnar má finna á slóðinni: https://www.eything.is/is/fundargerdir-1

5.Hverfisnefnd Lunda- og Gerðahverfis - fundargerðir 2014

Málsnúmer 2014020106Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð aðalfundar hverfisnefndar Lunda- og Gerðahverfis dagsett 27. nóvember 2014.

Fundargerðina má finna á netslóðinni:

https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/hverfisnefndir/lunda-og-gerdahverfi/fundargerdir

6.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerð

Málsnúmer 2014100184Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 15. janúar 2015. Fundargerðin er í 5 liðum.
Bæjarráð vísar 1. lið til fjármálastjóra, 2 og 3. lið til Fasteigna Akureyrarbæjar og 4. og 5. lið til framkvæmdadeildar.

Fundi slitið - kl. 10:55.