Bæjarráð

3428. fundur 18. september 2014 kl. 09:00 - 12:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Margrét Kristín Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2014090001Vakta málsnúmer

Guðrún Ó. Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar, Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Sigríður Huld Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu og horfur í málaflokkunum.
Einnig sat Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjóri vék af fundi kl. 09:43.

2.Bæjarsjóður - yfirlit um rekstur 2014

Málsnúmer 2014050012Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til júlí 2014.
Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.Byggðakvóti handa Hrísey og Grímsey - fiskveiðiárið 2014/2015

Málsnúmer 2014090067Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu dags. 2. september 2014 þar sem fram kemur auglýsing til sveitarstjórna um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2014/2015. Umsóknarfrestur er til 30. september 2014.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda inn umsókn vegna Hríseyjar og Grímseyjar.

4.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram 83. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 12. september 2014. Fundargerðin er í einum lið.

Bæjarráð vísar fundargerðinni til framkvæmdadeildar.

Fundi slitið - kl. 12:10.