Bæjarráð

3397. fundur 16. janúar 2014 kl. 09:00 - 10:57 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Oddur Helgi Halldórsson
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
  • Sigurður Guðmundsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
  • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Tryggvi Þór Gunnarsson L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Ólafur Jónsson D-lista mætti á fundinn kl. 09:06.
Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 09:08.
Oddur Helgi Halldórsson L-lista mætti á fundinn kl. 09:27.

1.Útboð þjónustu - yfirlit

Málsnúmer 2013120175Vakta málsnúmer

Rætt um framhald útboða.
Lagt fram minnisblað Karls Guðmundssonar verkefnisstjóra dags. í janúar 2014.
Karl Guðmundsson mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir veturinn 2013-2014

Málsnúmer 2013100131Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 9. janúar 2014. Fundargerðin er í 6 liðum.

Bæjarráð vísar 1., 2., 3. og 6. lið til framkvæmdadeildar og 4. og 5. til skólanefndar.

3.Stefnumótun í norðurslóðamálum - boð á fund í Tromsø

Málsnúmer 2013030029Vakta málsnúmer

Akureyrarbæ hefur borist boð um að taka þátt í fundi til undirbúnings stefnumótunar fyrir Evrópusambandið í norðurslóðamálum.
Fundurinn verður haldinn 22. janúar 2014 í Tromsø í Noregi.
Fjallað hefur verið um málið í starfshópi bæjarráðs um erlend samskipti.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:57.