Bæjarráð

3372. fundur 20. júní 2013 kl. 09:00 - 10:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Halla Björk Reynisdóttir formaður
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Sigurður Guðmundsson
 • Logi Már Einarsson áheyrnarfulltrúi
 • Ólafur Jónsson áheyrnarfulltrúi
 • Petrea Ósk Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Inda Björk Gunnarsdóttir L-lista mætti í forföllum Geirs Kristins Aðalsteinssonar.
Petrea Ósk Sigurðardóttir B-lista mætti í forföllum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar.

Sigurður Guðmundsson A-lista mætti á fundinn kl. 09:10.

1.Búsetudeild - einstaklingsmál 2013

Málsnúmer 2013050068Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál.
2. liður í fundargerð félagsmálaráðs dags. 12. júní 2013.
Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

Fært í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

2.Langtímaáætlun - skipulagsdeild

Málsnúmer 2013060182Vakta málsnúmer

Unnið að langtímaáætlun skipulagsdeildar.
Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Styrktarsjóður EBÍ 2013

Málsnúmer 2013060161Vakta málsnúmer

Erindi dags. 11. júní 2013 frá Brunabótafélagi Íslands þar sem auglýstur er umsóknarfrestur í styrktarsjóð EBÍ fyrir árið 2013. Hvert aðildarsveitarfélag að EBÍ getur sent inn eina umsókn. Hægt er að sækja um vegna sérstakra framfaraverkefna á vegum sveitarfélagsins og senda skal umsóknir fyrir lok ágústmánaðar nk.

Bæjarráð hvetur nefndir og deildir bæjarins til að skoða verkefni sem falla undir reglur sjóðins og senda tillögur til bæjarstjóra fyrir 10. ágúst nk.

4.Greið leið ehf - aðalfundur 2013

Málsnúmer 2013060171Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. júní 2013 frá Greiðri leið ehf þar sem boðað er til aðalfundar föstudaginn 28. júní nk. að Strandgötu 29, Akureyri í fundarsal á efstu hæð. Fundurinn hefst kl. 13:00. Meðfylgjandi er ársreikningur 2012.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á aðalfundinum.

Fundi slitið - kl. 10:40.