Bæjarráð

3237. fundur 02. september 2010 kl. 09:00 - 11:40 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólafur Jónsson
  • Hermann Jón Tómasson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagssýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Heiða Karlsdóttir ritari bæjarstjóra
Dagskrá

1.Sorpmál - framtíðarsýn

Málsnúmer 2009010228Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð frestaði afgreiðslu 26. ágúst sl.
Rætt um mismunandi leiðir í sorphirðu í tengslum við útboð.

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.Viðjulundur 2 - skaðabótakrafa

Málsnúmer 2010080036Vakta málsnúmer

Skaðabótakrafa vegna synjunar Akureyrarbæjar um að breyta deiliskipulagi lóðar í Viðjulundi.
Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið og fór yfir málið.

Bæjarráð hafnar skaðabótakröfunni og felur bæjarlögmanni að svara erindinu.

3.Hrísey - ferjugjald

Málsnúmer 2010080087Vakta málsnúmer

Erindi dags. 25. ágúst 2010 frá Michael Jóni Clarke og Sigurlínu Jónsdóttur þar sem þau vekja athygli á mikilli hækkun ferjugjalda til Hríseyjar og einnig vilja þau koma á framfæri óánægju sinni með að aðeins þeir sem lögheimili eiga í Hrísey fái ókeypis ferjumiða og telja að allir húseigendur í Hrísey eigi að njóta sömu kjara burtséð frá því hvar þeir eiga lögheimili.

Bæjarráð gerir athugasemdir við þær miklu hækkanir sem orðið hafa á gjaldskrá Eyfars ehf vegna ferða til og frá Hrísey og telur þær langt umfram hækkun á verðlagi.

Bæjarráð vísar erindinu að öðru leyti til gerðar fjárhagsáætlunar.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar ársins 2011.

Bæjarráð samþykkir framlagðan fjárhagsramma fyrir aðalsjóð.

5.Þingvallastræti 23 - ráðstöfun fasteignarinnar

Málsnúmer 2010010172Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, bæjarráð fól fjármálastjóra að vinna áfram að málinu á fundi sínum þann 26. ágúst sl.

Bæjarráð samþykkir kauptilboð frá Pálmari Harðarsyni f.h. óstofnaðs félags, að upphæð kr. 160.000.333 og felur fjármálastjóra, Dan J. Brynjarssyni, að selja hlut Akureyrarbæjar í húseigninni í samvinnu við Ríkiskaup.

Fundi slitið.

Fundi slitið - kl. 11:40.