Reglur um símenntun starfsfólks - endurskoðun 2022

Málsnúmer 2022041944

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3767. fundur - 13.04.2022

Kynnt tillaga að endurskoðuðum reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3510. fundur - 26.04.2022

Liður 1 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 13. apríl 2022:

Kynnt tillaga að endurskoðuðum reglum um símenntun starfsfólks Akureyrarbæjar.

Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að vísa reglunum með þeim breytingum sem lagðar voru til á fundinum til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum endurskoðaðar reglur með yfirskriftinni Reglur um starfsþróun starfsfólks Akureyrarbæjar.