KA svæði við Dalsbraut - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2013010097

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 428. fundur - 16.01.2013

Erindi dagsett 11. janúar 2013 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til jarðvegsskipta fyrir gervigrasvöll á KA svæði við Dalsbraut. Magn jarðvegs sem skipt verður um er um 10.000 rúmmetrar. Jarðvegur verður fluttur á svæði golfvallarins til landmótunar og möl til fyllingar kemur frá Þverá. Meðfylgjandi er lóðaruppdráttur dagsettur 10. janúar 2013 frá X2 hönnun - skipulag ehf., og ódagsettir uppdrættir frá VSÓ ráðgjöf. Einnig fylgir samkomulag við Golfklúbb Akureyrar og umsögn Norðurorku um færslu hitaveitulagnar. Ekki er gert ráð fyrir að færa frárennslislögn.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins eru kvaðir um staðsetningu lagna á svæði KA. Samráð skal haft við veitustofnanir um færslu og kostnað vegna framkvæmda við lagnir sem þvera völlinn á lóðinni. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 439. fundur - 10.04.2013

Erindi dagsett 10. apríl 2013 þar sem Magnús Garðarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að gera gervigrasvöll á KA svæðinu við Dalsbraut og að reisa pall sunnan íþróttahúss.
Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

 

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 446. fundur - 06.06.2013

Erindi dagsett 11. janúar 2013 þar sem Guðríður Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um leyfi til að gera gervigrasvöll á KA svæðinu við Dalsbraut og að reisa pall sunnan íþróttahúss. Innkomnar teikningar 23. maí 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið.