Málsnúmer 2012070063Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 4. febrúar 2013 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Slippsins Akureyri ehf., kt. 511005-0940, sækir um breytingu á áður samþykktum teikningum af Naustatanga 2, matshluta 1. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Loga Má Einarsson.
Einnig er óskað eftir undanþágu í samræmi við grein 17.1.2., lið 1 í byggingarreglugerð 112/2012:
1. Gr. 6.1.3. Kröfur um algilda hönnun, liður h.
2. Gr. 6.7.2. Algild hönnun.
3. Gr. 13.2.3. Útreikningur heildarleiðnitaps.
4. Gr. 13.3.1. Almennt um leiðnitap og U-gildi byggingarhluta.
5. Gr. 13.3.2. Hámarks U-gildi - ný mannvirki og viðbyggingar.
Innkomnar teikningar 5. apríl 2013.
Skipulagsstjóri samþykkir erindið. Samþykkt byggingaráforma fellur úr gildi ef byggingarleyfi hefur ekki verið gefið út fyrir 15. apríl nk.