Drottningarbrautarreitur - athugasemdir við fyrirhugað útlit húsanna

Málsnúmer 2013030155

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 439. fundur - 10.04.2013

Jenný Gunnarsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. mars 2013 vegna nýlega samþykkts skipulags á Drottningarbrautarreit.
Hún er á móti því að byggð verði hús í nútímalegum stíl á reitnum og leggur mikla áherslu á að byggt verði í samræmi við byggðina sem fyrir er og að bæjaryfirvöld haldi í heiðri þeirri götumynd sem nú er á reitnum.

Deiliskipulag Drottingarbrautarreits var samþykkt í bæjarstjórn þ. 20. mars 2012 og hefur nú þegar einni lóð á svæðinu verið úthlutað til uppbyggingar 3ja hæða hótels með risþaki. Skilmálar skipulagsins gera kröfur m.a. um að nýbyggingar skulu taka mið af yfirbragði gömlu byggðarinnar hvað snertir stærðir og hlutföll, form og efnisval eftir því sem við á hvort sem um verður að ræða nútímalega byggingarlist eða byggingar í gömlum stíl.