Glerárgata 1 - stöðuleyfi fyrir gám

Málsnúmer 2013030368

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 439. fundur - 10.04.2013

Bæjarráð vísað á fundi sínum 21. mars 2013 til skipulagsdeildar erindi Sigurjóns Hilmars Jónssonar sem kom í viðtalstíma bæjarfulltrúa og benti á að gámur sé á lóð Glerárgötu 1 beint fyrir framan verkstæðið hjá honum. Gámurinn er búinn að vera á lóðinni í um 4 ár.
Sigurjón sótti um stöðuleyfi fyrir gámi árið sem bærinn sendi út tilkynningu um að tilkynna skyldi um gáma en fékk aldrei formlegt svar til baka.

Skipulagsstjóri þakkar ábendingu um staðsetningu gámsins á lóðinni og mun verða haft samband við lóðarhafa Glerárgötu 1 vegna stöðuleyfis.

Þann 27. október 2010 var tekið fyrir erindi  fyrirspyrjanda vegna stöðuleyfis fyrir vinnugám og geymslugám við trésmíðaverkstæði við Glerárgötu 3b.

Skipulagsstjóri frestaði erindinu og óskaði eftir afstöðumynd sem sýndi staðsetningu gámanna en hún hefur ekki borist og þ.a.l. hefur erindið ekki fengið endanlega afgreiðslu.