Sólskógar - umsókn um stöðuleyfi gáma

Málsnúmer 2014020011

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 479. fundur - 06.02.2014

Erindi dagsett 3. febrúar 2014 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um stöðuleyfi fyrir gámum á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar.

Skipulagsstjóri samþykkir að veita stöðuleyfi til tveggja ára fyrir tveimur frystigámum neðan við svæði H, samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Sækja þarf um byggingarleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu/geymslu.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 488. fundur - 10.04.2014

Erindi dagsett 2. apríl 2014 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir f.h. Sólskóga ehf., kt.511296-2189, sækir um stöðuleyfi fyrir vinnuskúr (gámaeiningum) á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Birgi Ágústsson.

Skipulagsstjóri frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 536. fundur - 16.04.2015

Erindi dagsett 3. febrúar 2014 þar sem Katrín Ásgrímsdóttir f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu úr gámaeiningum á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi. Meðfylgjandi eru teikningar. Innkomnar teikningar 14. apríl 2015.
Skipulagsstjóri samþykkir stöðuleyfi til 15. apríl 2016.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 588. fundur - 02.06.2016

Erindi dagsett 26. maí 2016 frá Katrínu Ásgrímsdóttur þar sem hún f.h. Sólskóga ehf., kt. 511296-2189, sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir starfsmannaaðstöðu úr gámaeiningum á lóð Sólskóga í Kjarnaskógi.
Skipulagsstjóri samþykkir tímabundið byggingarleyfi til eins árs.