Afgreiðslufundur skipulagsstjóra

557. fundur 25. september 2015 kl. 13:00 - 14:15 Fundarherbergi skipulagsdeild
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill skipulagsstjóra
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Gránugata 18 - afturköllun á byggingarleyfi

Málsnúmer 2015020031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. ágúst 2015 þar sem Bjarmi Sigurgarðarsson dregur umsókn sína um byggingu hesthúss á lóð nr. 18 við Gránugötu til baka vegna veikinda. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu á álögðum gjöldum.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið. Gatnagerðargjöld verð felld niður en ekki er hægt að verða við niðurfellingu á byggingargjaldi og gjöldum vegna endurskoðunar aðaluppdrátta.

2.Gata sólarinnar 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015080097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. ágúst 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410682-0599, sækja um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 8 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 15. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

3.Gata sólarinnar 10 - umsókn um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi

Málsnúmer 2015080105Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2015 þar sem Brynjar Einarsson f.h. Úrbótarmanna ehf., kt. 410683-0599, sækir um byggingarleyfi fyrir frístundahúsi nr. 10 við Götu sólarinnar. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Brynjar Einarsson. Innkomnar teikningar 15. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

4.Þórunnarstræti 132 - umsókn leyfi fyrir breytingum á gluggum

Málsnúmer 2015090195Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. september 2015 þar sem Rögnvaldur Harðarson f.h. eigenda Þórunnarstrætis 132, þar á meðal Áslaugar Felixdóttur sækir um leyfi fyrir breytingum á gluggum á húsi nr. 132 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Rögnvald Harðarson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar erindinu og óskar eftir teikningu sem sýnir grunnmyndir og afstöðumynd.

5.Miðhúsabraut 1 - Skautahöll - byggingarleyfi fyrir breytingum

Málsnúmer 2015060060Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2015 þar sem Gísli Kristinsson f.h. Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á húsi nr. 1 við Miðhúsabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Gísla Kristinsson, dagsettar 23.09.2015.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

6.Furuvellir 11 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2014100015Vakta málsnúmer

Þann 22. september 2015 leggur Orri Árnason f.h. Endurvinnslunnar hf., kt. 610789-1299, inn reyndarteikningu af Furuvöllum 11.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

7.Skipatangi 2-4 - umsókn um stöðuleyfi

Málsnúmer 2014090256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2015 þar sem Valdemar Valdemarsson f.h. Samskipa hf., kt. 440986-1539, sækir um stöðuleyfi fyrir gám á lóð við Skipatanga 2-4. Meðfylgjandi er leyfi frá hafnarstjóra.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir stöðuleyfi til eins árs.

8.Duggufjara 2 - byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2015070004Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júlí 2015 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson f.h. Leifs Kristjáns Þormóðssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 2 við Duggufjöru. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

9.Óseyri 16 - breyting inni

Málsnúmer BN050962Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. júlí 2015 þar sem Orri Árnason f.h. B2 fasteigna ehf., kt. 561214-1230, sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum á húsi nr. 16 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Orra Árnason. Innkomnar teikningar 22. september 2015.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

10.Þingvallastræti 23 - breyting á brunahönnun

Málsnúmer 2015030129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2015 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. SRE I slhf., kt. 620911-0890, sækir um breytingu á brunahönnun á húsi nr. 23 við Þingvallstræti. Meðfylgjandi er teikning eftir Fanneyju Hauksdóttur og uppfærð brunahönnunarskýrsla eftir Tómas Böðvarsson.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið.

11.Strandgata lnr. 149566 - Oddeyrarskáli - frystiklefi innréttur og sett aksturshurð

Málsnúmer 2015090110Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2015 þar sem Garðar Halldórsson f.h. Eimskip Ísland ehf., kt. 421104-3520, sækir um leyfi til að innrétta frystiklefa og setja aksturshurð á austurgafl á Strandgötu lnr. 149566/ Oddeyrarskáli. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Garðar Halldórsson.
Staðgengill skipulagsstjóra frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

12.Víðivellir 2 - skáhalli á gangstéttarbrún og p-merkt stæði

Málsnúmer 2015080075Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2015 þar sem Geirþrúður Elísdóttir og Ingimar Víglundsson sækja um að gerður verði skáhalli á gangstétt og p-merkt stæði við hús nr. 2 við Víðivelli. Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir bílastæði vestan húss og 3 metra úrtak úr kantsteini. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf.

13.Óseyri 1 - leyfi fyrir iðnaðarhurð

Málsnúmer 2015060155Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. júní 2015 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Reita I ehf., kt. 510907-0940, sækir um leyfi fyrir iðnaðarhurð á vesturhlið húss nr. 1 við Óseyri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Fanneyju Hauksdóttur.
Staðgengill skipulagsstjóra samþykkir erindið með fyrirvara um endanlega brunahönnun sem skila skal inn fyrir 15. nóvember 2015.

Fundi slitið - kl. 14:15.