Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

953. fundur 08. febrúar 2024 kl. 13:15 - 14:25 Skrifstofa byggingarfulltrúa
Nefndarmenn
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
Starfsmenn
  • Arnar Ólafsson verkefnastjóri byggingarmála
  • Hjálmar Árnason fundarritari
Fundargerð ritaði: Steinmar H. Rögnvaldsson Byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Brekkugata 4 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024011242Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2024 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Kattarnefs ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breytingum á áður samþykktum teikningum ásamt breyttri notkun á húsi nr. 4 við Brekkugötu. Innkomin gögn eftir Þröst Sigurðsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Hjalteyrargata 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024010954Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. janúar 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Súlna Björgunarsveitar á Akureyri sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir vélageymslu á lóð nr. 12 við Hjalteyrargötu. Innkomin ný gögn 5. febrúar 2024 eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

3.Skipagata 12 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2020030144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2024 þar sem Ágúst Hafsteinsson fyrir hönd BRG 2017 ehf., sækir um breytingar á áður samþykktum teikningum í húsi nr. 12 við Skipagötu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Ágúst Hafsteinsson.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

4.Norðurgata 36 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2024020104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. febrúar 2024 þar sem Friðrik Ólafsson fyrir hönd Amicus ehf., sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu ásamt því að byggja bílgeymslu á lóð nr. 36 við Norðurgötu. Innkomin gögn eftir Friðrik Ólafsson.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

5.Glerárgata 34 - umsókn um byggingaráform og byggingarheimild

Málsnúmer 2024020350Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Astro Pizza ehf., sækir um byggingaráform og byggingarheimild fyrir breyttri notkun húsnæðis ásamt viðbygginga á hús nr. 34 við Glerárgötu. Innkomin gögn eftir Harald S. Árnason.
Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.

6.Eyrarlandstún SAk - umsókn um jarðvegskönnun

Málsnúmer 2024020409Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. janúar 2024 þar sem Gunnar Líndal Sigurðsson fyrir hönd Nýs Landspítala ohf., sækir um að fá að gera jarðvegsrannsóknir og taka prufuholur á lóð Eyrarlandstúns/SAk.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

Fundi slitið - kl. 14:25.