Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa

719. fundur 17. apríl 2019 kl. 13:00 - 14:45 Fundarherbergi á 3. hæð Ráðhúss
Nefndarmenn
  • Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
  • Björn Jóhannsson
Starfsmenn
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir
Dagskrá

1.Hamarstígur 25 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019020028Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. febrúar 2019 þar sem Sólveig Ingunn Skúladóttir sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á þaki og risi á húsi sínu nr. 25 við Hamarstíg. Meðfylgjandi er teikning eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 15. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

2.Möðruvallastræti 8 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2019020258Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. apríl 2019 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Arnórs Inga Hansen og Nínu Arnarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

3.Ránargata 27 - umsókn um hækkun á þaki

Málsnúmer 2019030115Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 25. febrúar 2019 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Ríkharðs Ólafs Ríkharðssonar og Bryndísar Vilhjálmsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir endurbótum á húsi nr. 27 við Ránargötu. Fyrirhugað er að endurbyggja þakið með kvistum og gera sólpall á þaki bílgeymslu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Innkomnar nýjar teikningar 9. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

4.Einholt 14E - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. mars 2019 þar sem Einar H. Sigurgeirsson og Iðunn Árnadóttir sækja um byggingarleyfi fyrir girðingu við hús nr. 14E við Einholt, 2ja metra hárri. Meðfylgjandi er samþykki meðeigenda í lóð og myndir. Innkomið samþykki nágranna í Einholti 12, þann 5. apríl 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.

5.Ásabyggð 1 - umsókn um bílastæði innan lóðar

Málsnúmer 2019040220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. apríl 2019 þar sem Andrea Hjálmsdóttir og Hallur Gunnarsson sækja um leyfi til að útbúa bílastæði á lóð húss nr. 1 við Ásabyggð. Meðfylgjandi er mynd.
Byggingarfulltrúi samþykkir bílastæði með vísun í vinnureglur um leyfi fyrir bílastæðum og úrtökum í kantstein. Umsækjandi greiði kostnað vegna færslu á götugögnum, ef með þarf. Skila skal inn skriflegu samþykki nágranna í Ásabyggð 3 vegna frágangs á lóðamörkum.

Byggingarfulltrúi tekur ekki afstöðu til meðfylgjandi uppdráttar að öðru leyti en til bílastæðis.

6.Jaðarsíða 5 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040293Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2019 þar sem Anton Örn Brynjarsson fyrir hönd Finns Aðalbjörnssonar sækir um byggingarleyfi fyrir nýbyggingunni nr. 5 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Anton Örn Brynjarsson. Sótt erum graftrarleyfi á grundvelli meðfylgjandi gagna.
Byggingarfulltrú samþykkir heimild til jarðvegsskipta en frestar erindinu að öðru leyti með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

7.Þórunnarstræti 93 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2019040299Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. apríl 2019 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd S16 Fasteignafélags ehf, kt. 640907-1340, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum gistiheimilis í húsi nr. 93 við Þórunnarstræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Rögnvald Harðarson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Fundi slitið - kl. 14:45.