Möðruvallastræti 8 - fyrirspurn vegna viðbyggingar

Málsnúmer 2019020258

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 711. fundur - 21.02.2019

Erindi dagsett 14. febrúar 2019 þar sem Arnór Ingi Hansen og Nína Arnarsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaða viðbyggingu við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar frá Eflu.
Byggingarfulltrúi tekur jákvætt í fyrirspurnina hvað varðar viðbyggingu en tekur ekki afstöðu til innsendra teikninga að öðru leyti.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 719. fundur - 17.04.2019

Erindi dagsett 10. apríl 2019 þar sem Árni Gunnar Kristjánsson fyrir hönd Arnórs Inga Hansen og Nínu Arnarsdóttur sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson.
Byggingarfulltrúi frestar afgreiðslu með vísan til athugasemda á fylgiblaði.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 729. fundur - 28.06.2019

Erindi dagsett 14. febrúar 2019 þar sem Arnór Ingi Hansen og Nína Arnarsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Árna Gunnar Kristjánsson. Innkomnar nýjar teikningar 27. júní 2019.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið.