Vinstri grænir
jana.salome@akureyri.is
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir er fædd á Akureyri 8. janúar 1991. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 2011 og B.Sc. prófi í Efnafræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Jana stundaði nám í klassískum söng við Listaháskóla Íslands frá 2016 til 2017 og lauk MLM gráðu í Forystu og stjórnun með áherslu á mannauðsstjórnun frá Háskólanum á Bifröst árið 2022. Jana hefur lengst af starfað í ferðaþjónustu og verið hótelstjóri á sumarhótelum í fimm sumur.
Jana hefur verið virk í ýmiskonar félagsstarfi. Hún var formaður Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við HÍ 2013-2014. Sem alþjóðafulltrúi Ungra Vinstri Grænna var hún kjörinn varaforseti Ungmennaráðs Norðurlandaráðs 2019 - 2020. Jana situr í stjórn Gilfélagsins. Jana var varabæjarfulltrúi 2018-2022, hún sat í stjórn Hafnarsamlags Norðurlands og var áheyrnarfulltrúi í Umhverfis- og mannvirkjaráði.