Viðurkenningar skólanefndar Akureyrarbæjar

Laugardaginn 5. júní sl. bauð skólanefnd Akureyrarbæjar til uppskeruhátíðar í Listasafninu í fyrsta skipti, þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, starf, áhuga og vilja. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur. Viðurkenning er einnig staðfesting á að viðkomandi skóli/kennari/nemandi er fyrirmynd annarra á því sviði sem viðurkenning nær til.

Skólanefnd taldi mjög mikilvægt að uppfylla þetta ákvæði í skólastefnunni nú þar sem athyglin hefur beinst í ríkari mæli að því sem miður hefur farið í samfélaginu. Því er ástæða til að beina athyglinni að því sem vel er gert og byggir að mestu á áhuga og vilja einstaklinganna til að gera sem best úr því sem þeir hafa.

Óskað var eftir tilnefningum frá starfsmönnum, skólum og foreldrum um nemendur og strarfsmenn eða verkefni sem talin eru hafa skarað fram úr í skólastarfi. Alls bárust 28 tilnefningar um starfsmenn eða verkefni og 25 nemendur. Valnefnd sem skipuð var Elínu Margréti Hallgrímsdóttur formanni skólanefndar, Guðjóni Hreini Haukssyni fulltrúa samtaka foreldra og Trausta Þorsteinssyni fulltrúa Skólaþróunarsviðs HA, fór yfir allar tilnefningar og gerði tillögu til skólanefndar sem skólanefnd samþykkti á fundi sínum þann 31. maí sl.

Skolanefnd_Vidurkenning2010

Hluti hópsins sem viðurkenningu hlaut. Mynd: Jón Baldvin Hannesson.

Þeir sem hlutu viðurkenningu skólanefndar árið 2010 eru:

 • Berglind Bernardsdóttir nemandi í 10. bekk Brekkuskóla, hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og glæsilega framkomu.
 • Harpa Rós Jónsdóttir nemandi Tónlistarskólanum á Akureyri, hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi námsárangur.
 • Hákon Ingi Halldórsson nemandi í 3. bekk Oddeyrarskóla, hlaut viðurkenningu fyrir félags- og samskiptafærni.
 • Reynir Franz Valsson nemandi í 2. bekk Naustaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir miklar framfarir í námi og góða ástundun.
 • Fanney Lind Pétursdóttir nemandi í 10. bekk Giljaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir einstaka framkomu, umhyggjusemi og félagsfærni.
 • Arnór Páll Júlíusson nemandi í 10. bekk Síðuskóla, hlaut viðurkenningu fyrir dugnað og samviskusemi.
 • Sigrún María Óskarsdóttir nemandi í 10. bekk Lundarskóla hlaut viðurkenningu fyrir jákvæða fyrirmynd og miklar framfarir í námi.
 • Alberto Carmona kennari við Tónlistarskólann á Akureyri, hlaut viðurkenningu fyrir frábæran árangur og jákvæð áhrif á skólastarfið.
 • Margrét Baldvinsdóttir og  Sara Elín Svanlaugsdóttir kennarar við Síðuskóla, hlutu viðurkenning fyrir fyrirmyndar kennslu og samstarf.
 • Kristín Sigurðardóttir  kennari á Iðavelli, hlaut viðurkenningu fyrir innleiðslu á verkefninu þátttökuaðlögun í leikskóla.
 • Helga María Þórarinsdóttir kennari í Lundarseli, hlaut viðurkenningu fyrir fyrirmyndar leiðtogahæfni í leikskólastarfi.
 • Brynjar Óttarsson kennari í Giljaskóla, hlaut viðurkenningu fyrir metnaðarfulla framkvæmd á verkefninu Grenndargralið.
 • Ólafur Sveinsson kennari og Sigurður Brynjar Sigurðsson uppeldisfulltrúi í Hlíðarskóla, hlutu viðurkenningu fyrir árangursríka eflingu á hand- og verkmenntum í Hlíðarskóla.
Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan