Útskrifuðust með grunnmentun PMTO

Síðasta föstudag útskrifuðust 11 kennarar með grunnmenntun PMTO frá leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, ásamt tveimur starsmönnum frá grunnskóla Fjallabyggðar. Lokaverkefni starfsmanna voru skemmtilega fjölbreytt og áhugaverð.

Akureyrarbær hefur markað sér þá stefnu að efla færni foreldra í uppeldi barna sinna með áherslu á PMTO foreldrafærni og hefur PMTO grunnmenntun fagfólks verið hluti af því verkefni síðustu 12 árin.

Á myndinni má sjá hópinn sem lauk grunnmenntun PMTO ásamt kennurum. Leiðbeinendur á námskeiðinu voru Dalrós Halldórsdóttir, félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili, Helga Vilhjálmsdóttir, sálfræðingur og PMTO meðferðaraðili, og Guðbjörg Ingimundardóttir, félagsráðgjafi og PMTO meðferðaraðili.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan