Útboð á göngustíg meðfram Kjarnavegi, auk yfirborðsfrágangs og malbikunar

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir tilboðum í göngustíg meðfram Kjarnavegi frá gatnamótum við Wilhelmínugötu suður að Hamra afleggjara, auk yfirborðsfrágangs og malbikunar m.a. meðfram Naustabraut og Wilhelmínugötu.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með miðvikudeginum 5. apríl 2023.

Helstu magntölur verksins eru:

Malbikun 5000 m²
Gröftur og fylling 2000 m³
Þökulögn 3000 m²
Sáning 7000 m²
Uppsetning ljósastaura 15 stk
Lagning ljósastrengs 700 m
Ræsi 60 m

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en mánudaginn 17. apríl 2023 kl. 11:00 og verða tilboð opnuð á sama tíma að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.