Uppbyggingarsamningur Akureyrarbæjar og BA

Ásthildur Sturludóttir og Einar Gunnlaugsson við undirritun samningsins.
Ásthildur Sturludóttir og Einar Gunnlaugsson við undirritun samningsins.

Í dag skrifuðu Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri og Einar Gunnlaugsson formaður Bílaklúbbs Akureyrar (BA) undir uppbyggingarsamning milli Akureyrarbæjar og BA til næstu 4ra ára.

Með samningnum taka Akureyrarbær og BA höndum saman um að halda áfram uppbyggingu á félagssvæði BA við Hlíðarfjallsveg sem hófst árið 2011.

Samningurinn er vegna landmótunar og jarðvegsvinnu við uppbyggingu á Hringaksturs- og Spyrnubraut á félagssvæði BA við Hlíðarfjallsveg. Framlag Akureyarbæjar til samningsins er 60 milljónir króna á fjórum árum. Heildarkostnaður við þær framkvæmdir sem samningurinn tekur til er áætlaður rúmar 139 milljónir króna.

Hér má lesa samninginn.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan