Torfunefsbryggja - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir hér með skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar.

Skipulagssvæðið er Torfunefsbryggja, um 1 ha svæði austan við Glerárgötu. Skipulagstillagan gerir m.a. ráð fyrir skiptingu svæðisins í þrjár lóðir; Torfunef 1, 2 og 3. Á Torfunefi 1 er gert ráð fyrir þjónustubyggingu fyrir hafnarstarfsemi ásamt bæjartorgi. Á Torfunefi 2 og 3 er gert ráð fyrir sjö byggingarreitum fyrir verslun og þjónustu. Þá gerir tillagan ráð fyrir nýrri bryggju við Oddeyrarbót og tilfærslu á aðkomu að svæðinu til suðurs ásamt breytingu á beygjuakreinum á gatnamótum Glerárgötu og Kaupvangsstrætis.

Skipulagstillöguna má nálgast hér  og skýringarmyndir hér .

Tillagan verður jafnframt aðgengileg hjá þjónustu- og skipulagssviði í Ráðhúsi Akureyrarbæjar frá 28. júní - 16. ágúst 2023. Hægt er að skila inn athugasemdum um deiliskipulagstillöguna á netfangið skipulag@akureyri.is eða bréfleiðis til Þjónustu- og skipulagssviðs, Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri, til og með 16. ágúst 2023.

Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda inn athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem birtar eru á heimasíðu Akureyrarbæjar. Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsinga hjá Akureyrarbæ hér

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan