Afgreiðslutímar og þjónusta um jól og áramót

Afgreiðslutímar helstu stofnana og þjónusta á vegum sveitarfélagsins tekur að venju breytingum um jól og áramót.

Ráðhúsið, Geislagötu 9, verður opið kl. 8-16 virka daga eins og venja er. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag. Sama gildir um Glerárgötu 26, nema að lokað verður á fræðslusviði föstudaginn 27. desember. 

Skrifstofa bæjarins í Hrísey verður opin á Þorláksmessu kl. 10-12. Lokað verður á aðfangadag, opið föstudaginn 27. des kl. 10-15, lokað á gamlársdag en opið föstudaginn 2. janúar kl. 10-15.

Félagsmiðstöðin í Víðilundi 22 lokar í dag, 20. desember kl. 16, og verður opnað að aftur 2. janúar kl. 8:50. Punktinum verður lokað kl. 12 í dag og verður opnað aftur mánudaginn 13. janúar kl. 13.

Ungmennahúsið Rósenborg verður lokað milli jóla og nýárs. Opnar aftur 2. janúar.

Strætisvagnar Akureyrar og ferliþjónustan

Skólavagninn (leið 6 kl. 7:40) gengur ekki yfir hátíðirnar, frá 23. desember til 2. janúar. Að öðru leyti verður þjónustan svona: 

23. des 24. des 25. des 26. des 27. des 28. des 29. des 30. des 31. des 1. jan
Hefðbundin þjónusta Allar ferðir falla niður eftir hádegi Allar ferðir falla niður Leið 6 á áætlun Hefðbundin þjónusta Hefðbundin þjónusta Hefðbundin þjónusta Hefðbundin þjónusta Allar ferðir falla niður eftir hádegi Allar ferðir falla niður. 


Á aðfangadag og gamlársdag verða síðustu ferðir farnar á 12. tímanum:  

Leið 1 Frá miðbæ kl. 11:30
Leið 2 Frá miðbæ kl. 11:07
Leið 3 Frá miðbæ kl. 11:06
Leið 4 Frá miðbæ kl. 11:35
Leið 5 Frá miðbæ kl. 11:33
Leið 6 Frá miðbæ kl. 11:25

 

Amtsbókasafnið

Amtsbókasafnið verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, 29. desember, gamlársdag og nýársdag. Opið verður laugardaginn 28. desember kl. 11-16. Aðra daga, það eru 23. des, 27. des, 30. des og 2. janúar er hefðbundin afgreiðslutími, 8:15-19. 

Listasafnið á Akureyri er opið alla daga kl. 12-17. Lokað er á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag. 

Sundlaugar

Sundlaug Akureyrar verður opin um helgina, 21.-22. des kl. 9-19. Að öðru leyti verður opið svona: 

23. des 24. des 25. des 26. des 27. des 28.-29. des 30. des 31. des 1. jan
6:45-18 6:45-12 lokað 11-19 6:45-21 9-19 6:45-21 6:45-12 lokað


Glerárlaug verður opin 23. des kl 6:45-13 og á aðfangadag kl. 6-45-11. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Opið á gamlársdag kl. 6-45-11 en lokað á nýársdag. 

Sundlaugin í Hrísey verður lokuð 23.-26. desember en opin 27. desember kl. 15-18. Helgina 28.-29. desember verður opið kl. 13-16. Opið verður 30. des kl 15-19 en lokað á gamlársdag og nýársdag. 

Gámasvæðið

Gámasvæðið verður lokað á jóladag og nýársdag. Aðra daga verður opið sem hér segir: 

23. des 24. des 26. des 27. des 28. des 29. des 30. des 31. des
13-17 10-14 13-17 13-18 13-17 13-17 13-18 10-14

 
Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk dagana 6.-10. janúar. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti og verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð, þar sem verður hægt að losa sig við tré. 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan