- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
Afgreiðslutímar helstu stofnana og þjónusta á vegum sveitarfélagsins tekur að venju breytingum um jól og áramót.
Ráðhúsið, Geislagötu 9, verður opið kl. 8-16 virka daga eins og venja er. Lokað verður á aðfangadag og gamlársdag. Sama gildir um Glerárgötu 26, nema að lokað verður á fræðslusviði föstudaginn 27. desember.
Skrifstofa bæjarins í Hrísey verður opin á Þorláksmessu kl. 10-12. Lokað verður á aðfangadag, opið föstudaginn 27. des kl. 10-15, lokað á gamlársdag en opið föstudaginn 2. janúar kl. 10-15.
Félagsmiðstöðin í Víðilundi 22 lokar í dag, 20. desember kl. 16, og verður opnað að aftur 2. janúar kl. 8:50. Punktinum verður lokað kl. 12 í dag og verður opnað aftur mánudaginn 13. janúar kl. 13.
Ungmennahúsið Rósenborg verður lokað milli jóla og nýárs. Opnar aftur 2. janúar.
Strætisvagnar Akureyrar og ferliþjónustan
Skólavagninn (leið 6 kl. 7:40) gengur ekki yfir hátíðirnar, frá 23. desember til 2. janúar. Að öðru leyti verður þjónustan svona:
23. des | 24. des | 25. des | 26. des | 27. des | 28. des | 29. des | 30. des | 31. des | 1. jan |
Hefðbundin þjónusta | Allar ferðir falla niður eftir hádegi | Allar ferðir falla niður | Leið 6 á áætlun | Hefðbundin þjónusta | Hefðbundin þjónusta | Hefðbundin þjónusta | Hefðbundin þjónusta | Allar ferðir falla niður eftir hádegi | Allar ferðir falla niður. |
Á aðfangadag og gamlársdag verða síðustu ferðir farnar á 12. tímanum:
Leið 1 | Frá miðbæ kl. 11:30 |
Leið 2 | Frá miðbæ kl. 11:07 |
Leið 3 | Frá miðbæ kl. 11:06 |
Leið 4 | Frá miðbæ kl. 11:35 |
Leið 5 | Frá miðbæ kl. 11:33 |
Leið 6 | Frá miðbæ kl. 11:25 |
Amtsbókasafnið
Amtsbókasafnið verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, 29. desember, gamlársdag og nýársdag. Opið verður laugardaginn 28. desember kl. 11-16. Aðra daga, það eru 23. des, 27. des, 30. des og 2. janúar er hefðbundin afgreiðslutími, 8:15-19.
Listasafnið á Akureyri er opið alla daga kl. 12-17. Lokað er á aðfangadag, jóladag, gamlársdag og nýársdag.
Sundlaugar
Sundlaug Akureyrar verður opin um helgina, 21.-22. des kl. 9-19. Að öðru leyti verður opið svona:
23. des | 24. des | 25. des | 26. des | 27. des | 28.-29. des | 30. des | 31. des | 1. jan |
6:45-18 | 6:45-12 | lokað | 11-19 | 6:45-21 | 9-19 | 6:45-21 | 6:45-12 | lokað |
Glerárlaug verður opin 23. des kl 6:45-13 og á aðfangadag kl. 6-45-11. Lokað verður á jóladag og annan í jólum. Opið á gamlársdag kl. 6-45-11 en lokað á nýársdag.
Sundlaugin í Hrísey verður lokuð 23.-26. desember en opin 27. desember kl. 15-18. Helgina 28.-29. desember verður opið kl. 13-16. Opið verður 30. des kl 15-19 en lokað á gamlársdag og nýársdag.
Gámasvæðið
Gámasvæðið verður lokað á jóladag og nýársdag. Aðra daga verður opið sem hér segir:
23. des | 24. des | 26. des | 27. des | 28. des | 29. des | 30. des | 31. des |
13-17 | 10-14 | 13-17 | 13-18 | 13-17 | 13-17 | 13-18 | 10-14 |
Starfsmenn Umhverfismiðstöðvar munu fjarlægja jólatré sem sett hafa verið við lóðarmörk dagana 6.-10. janúar. Einnig verða gámar staðsettir við Kaupang, Hagkaup, Hrísalund, Bónus Naustahverfi, Bónus Langholti og verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð, þar sem verður hægt að losa sig við tré.