Þjóðfundur í héraði um framtíð skólaþjónustu

Fyrr í dag var haldinn í hátíðarsal Háskólans á Akureyri þjóðfundur um framtíð skólaþjónustu hér um slóðir.

Slíkur þjóðfundur fór áður fram í Reykjavík 6. mars en var nú haldinn hér á Akureyri til að koma til móts við þá sem ekki sóttu fundinn syðra og kjósa fremur að huga að þessu viðamikla verkefni með sínu samstarfsfólki heima í héraði. 

Markmið mennta- og barnamálaráðuneytisins við undirbúning frumvarps til nýrra laga um skólaþjónustu hefur verið að hafa samráð við mjög breiðan hóp þeirra sem hagsmuna eiga að gæta og heyra raddir sem flestra svo þörfum skólasamfélagsins, barna, ungmenna, foreldra, kennara, stjórnenda og starfsfólks skóla og skólaþjónustu, verði mætt með sem bestum hætti. Fundurinn á Akureyri var vel sóttur og umræður hnitmiðaðar. 

Upptöku frá fundinum sem haldinn var í Reykjavík má sjá hér.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á fundinum í dag þegar þátttakendur höfðu skipt sér niður á borð þar sem leitað var svara við fyrirfram gefnum spurningum. Smellið á myndirnar til að sjá stærri útgáfur og fletta á milli þeirra.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan