Taktu þátt í könnun

Bæjarbúar eru vinsamlegast beðnir að gefa sér tíma til að svara örstuttri könnun um söfnin í bænum. Könnunin er liður í gerð nýrrar safnastefnu fyrir Akureyrarbæ.

Um þessar mundir er unnið að safnastefnu sem hefur það m.a. að markmiði að auka fagmennsku þeirra safna, sýninga og safnvísa sem bærinn annast rekstur á, auk þess að greina og forgangsraða verkefnum á komandi árum. Sigríður Örvarsdóttir safnafræðingur er verkefnisstjóri við gerð stefnunnar og vinnur ásamt verkefnisstjórn að skilgreiningu á aðkomu og áherslum Akureyrarbæjar að safnastarfinu.

Taktu þátt í könnuninni með því að smella hér.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan