Barnamenning sumardaginn fyrsta

Undirbúningur fyrir sýninguna Tónatal sem verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á sumardaginn fyrsta. …
Undirbúningur fyrir sýninguna Tónatal sem verður opnuð í Menningarhúsinu Hofi á sumardaginn fyrsta. Ljósmynd: Elsa María Guðmundsdóttir.

Barnamenningarhátíð á Akureyri er nú í fullum gangi og sumardaginn fyrsta verður nóg um að vera víðsvegar um Akureyrarbæ, allt frá spennandi listasmiðjum og leiðsögnum til skemmtilegra sumarleikja og barnasögusýningar.

Dagskrá dagsins lýkur svo með sannkallaðri tónlistarveislu á sviði Hamraborgar í Menningarhúsinu Hofi þar sem hinn einni sanni og sívinsæli tónlistarmaður Páll Óskar mun slá taktinn inní sumarið eins og honum einum er lagið, en áður en hann eignar sér sviðið stígur Ragga Rix rappari á stokk og hitar salinn upp.

Allir viðburðir Barnamenningarhátíðar eru ókeypis og öll velkomin. Mælt er með að gestir hátíðarinnar noti myllumerkið #barnamenningAK og deili fjörinu.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan og á barnamenning.is.

Barnamenningarhátíð á Akureyri stendur til 30. apríl.

Viðburðir sumardagsins fyrsta

*Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar


Allan aprílmánuð
Ljósmyndamaraþon Minjasafnsins á Akureyri

Sjá nánar HÉR
Fyrir börn 6-15 ára. Taktu þátt í að búa til sýningu.
*Fyrstu myndirnar verða hengdar upp í Minjsafninu sumardaginn fyrsta.


Kl. 11.00 – 12.00
Manneskjan öll – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Leiðsögn og listasmiðja fyrir börn á leikskólaaldri.


Kl. 12.00 – 16.00
Myndlistarverkstæði Gilfélagsins – Deiglan, Listagilið
Sjá nánar HÉR
Fyrir börn 6 – 12 ára. Spennandi efniviður og ólíkar aðferðir.


Kl. 12.00 – 17.00
Leikur í List – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Sýning Z-hóps Bláa- og Rauðakjarna leikskólans Hólmasólar undir leiðsögn Jónínu Bjarkar Helgadóttur, listakonu.


Kl. 12:00 – 17.00
Sköpun bernskunnar – Listasafnið á Akureyri
Sjá nánar HÉR
Samsýning skólabarna og starfandi listamanna.


Kl.13.00 – 16.00
Sumarfjör! – Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús, Leikfangahúsið og Davíðshús
Sjá nánar HÉR
Fjöldi skemmtilegra viðburða fyrir börn og ungmenni.


Kl. 13.00 – 13.30
Vorið kemur! – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Barnasögusýning fyrir leikskólabörn.


Kl. 14.00 - 14.30
Opnun sýningarinnar Tónatal – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Sýning barna í 4.-7. bekk Glerárskóla. Barnakórar Akureyrarkirkju syngja.


Kl. 14.00 – 16.00
Ofurhetjuperl – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Snorri Valdemar 8 ára býður gestum og gangandi í perlusmiðju.


Kl. 14.00 – 16.00
Safnið með augum barna – Hús Hákarla Jörundar, Hrísey
Sjá nánar HÉR
Sýning nemenda Hríseyjarskóla.


Kl. 16.00 – 17.00
Sumartónar með Páli Óskari – Menningarhúsið Hof
Sjá nánar HÉR
Sannkölluð tónlistarveisla. Ragga Rix hitar upp.


Árlega er aprílmánuður helgaður Barnamenningarhátíð á Akureyri. Markmið hátíðarinnar er að hvetja börn og ungmenni til virkrar þátttöku í menningarstarfi og veita þeim tækifæri til að njóta lista og menningar. Leiðarljós hátíðarinnar eru fagmennska, fjölbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi fyrir öll börn og ungmenni. Vettvangur hátíðarinnar er Akureyrarbær og leitast er við að nýta spennandi og áhugverð rými þar sem börn geta skapað, notið, sýnt og túlkað. Meginreglan er að aðgengi að viðburðum sé ókeypis.

Barnamenningarhátíð á Akureyri tekur mið af markmiðum Menningarstefnu Akureyrarbæjar og aðgerðaráætlun barnvæns sveitarfélags.

Verkefnastjórn Barnamenningarhátíðarinnar er í höndum Almars Alfreðssonar hjá atvinnu-, markaðs- og menningarteymi Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan