Slysavarnadeildin færir fræðslusviði endurskinsvesti

Félagar í Slysavarnadeildinni ásamt Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs Akureyrarbæjar.
Félagar í Slysavarnadeildinni ásamt Karli Frímannssyni sviðsstjóra fræðslusviðs Akureyrarbæjar.

Fræðslusvið fékk góða heimsókn í morgun þegar félagar í Slysavarnadeildinni á Akureyri sem komu færandi hendi með endurskinsvesti fyrir nemendur í 1. bekk grunnskólanna. Vestunum verður dreift næstu daga í skólana.

Þá hafa félagar í Slysavarnadeildinni einnig farið í alla leikskóla bæjarins og afhent endurskinsvesti til elstu barnanna.

Fræðslusvið þakkar Slysavarnadeildinni á Akureyri kærlega fyrir gjafirnar sem munu koma að góðum notum þegar ungu nemendurnir fara í vettvangsferðir eða aðra útivist.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan