Skipulagslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 á Oddeyri

Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt skipulagslýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi á svæði á Oddeyri austan Hjalteyrargötu sem einnig felur í sér breytingu á rammahluta aðalskipulagsins sem nær til Oddeyrar.
Svæðið afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Er svæðið í dag að mestu skilgreint sem athafnasvæði en með breytingunni er gert ráð fyrir að það breytist í íbúðarsvæði þar sem heimilt verður að byggja allt að 6 til 11 hæða fjölbýlishús með athafnastarfsemi á neðstu hæð.

Hægt er að skoða tillöguna hér.

Skipulagslýsingin verður kynnt á fundi í Hofi þann 21. október n.k. kl. 17:00 og eru allir velkomnir. Á fundinum verða einnig kynntar hugmyndir þróunaraðila að uppbyggingu á svæðinu.

Einnig er skipulagslýsingin til sýnis í þjónustuveri Akureyrarbæjar í Ráðhúsi. Ábendingum er hægt að koma á framfæri skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi, Geislagötu 9, 600 Akureyri eða í gegnum netfangið: skipulagssvid@akureyri.is innan tveggja vikna frá auglýsingu þessari.

16. október 2019
Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan