Skipulagslýsing fyrir nýtt íbúðarsvæði við Kollugerðishaga - Akureyri

Akureyrarbær er að hefja vinnu við gerð deiliskipulags fyrir nýtt íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar í Síðuhverfi á hluta svæðis sem merkt er ÍB23 í aðalskipulagi. Samhliða vinnu við deiliskipulag verður gerð breyting á aðalskipulagi svæðisins. Fyrsta skrefið í þessari vinnu er að kynna lýsingu á skipulagsverkefninu þar sem fram kemur hvaða áherslur bæjarstjórn hefur við skipulagsgerðina, upplýsingar um forsendur og fyrirliggjandi stefnu, fyrirhugað skipulagsferli og hvernig kynningu og samráði verði háttað.

Hægt er að skoða skipulagslýsinguna hér.

Nánari upplýsingar um kynningu og samráð verkefnisins verða birtar síðar en gert er ráð fyrir ítarlegu samtali við íbúa bæjarins um uppbyggingu og þróun þessa nýja hverfis.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 miðvikudaginn 19. maí 2021. Athugasemdum er hægt að skila með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram eða skriflega til skipulagssviðs í Ráðhúsi Akureyrarbæjar, Geislagötu 9.

Persónuupplýsingar sem fylgja athugasemdum við skipulag, s.s. kennitala, nafn og netfang eru aðeins nýttar í þeim tilgangi að vinna úr athugasemdum og auðkenna sendanda. Sjá nánar um meðferð persónuupplýsingar hjá Akureyrarbæ hér.
Athugasemdir teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn þeirra sem senda athugasemdir koma fram í fundargerðum skipulagsráðs sem eru birtar á heimasíðu Akureyrarbæjar.

28. apríl 2021
Sviðsstjóri skipulagssviðs

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan