Skipulagsbreytingar á Oddeyri – ert þú með ábendingu?

Frestur til að koma á framfæri athugasemdum við tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir hluta Oddeyrar rennur út miðvikudaginn 27. maí. Íbúar eru hvattir til að kynna sér málið og koma sínum sjónarmiðum á framfæri.

Tillaga að breytingunni var kynnt 6. maí síðastliðinn. Reiturinn afmarkast af Hjalteyrargötu í vestri, Kaldbaksgötu í austri, Gránufélagsgötu í norðri og Strandgötu í suðri. Þetta er hluti af stærra þróunarsvæði þar sem gert er ráð fyrir mikilli endurnýjun.

Í tillögunni felst að reiturinn verði að mestu skilgreindur sem íbúðarsvæði og heimilt verði að byggja allt að sex til átta hæða hús með verslunar- og þjónustustarfsemi á jarðhæð. Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar og gögn. 

Hvað gerist næst?

Íbúar eru hvattir til að nota tækifærið til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri við Akureyrarbæ. Gefinn er kostur á að skila inn athugasemdum og ábendingum til og með 27. maí næstkomandi. Þeim skal annað hvort skilað skriflega til skipulagssviðs Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, eða með tölvupósti (skipulagssvid@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala og heimilisfang sendanda kemur fram.

Tillagan flokkast sem veruleg breyting á aðalskipulagi í skilningi laganna og gengur slík breyting ekki í gegn á einni nóttu. Hér má sjá helstu skrefin og hvar málið er statt í ferlinu:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan