Skilaboð um hreinsun gatna

Ákveðið hefur verið að umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar noti smáskilaboð (SMS) þegar koma þarf upplýsingum um götusópun eða snjómokstur til íbúa við tilteknar götur eða til íbúa heilla hverfa.

Þessi tækni verður einvörðungu notuð þegar koma þarf skilaboðum til fólks um að fjarlægja ökutæki sín tímabundið þegar ráðist er í hreinsun gatna.

Upplýsingar um gsm-númer íbúa við ákveðnar götur eða í tilteknum hverfum eru lesnar upp úr gagnagrunni 1819.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan