Skertur afgreiðslutími í Sundlaug Akureyrar um helgina

Sundlaug Akureyrar. Ljósmynd: Kristófer Knutsen.
Sundlaug Akureyrar. Ljósmynd: Kristófer Knutsen.

Aldursflokkameistaramóts Íslands í sundi verður haldið í Sundlaug Akureyrar dagana 23. – 25. júní og meðan ungir sundkappar reyna með sér verður afgreiðslutími skertur. Í sundlauginni verður opið sem hér segir (og athugið að lokað er seinna en venjulega á föstudag og laugardag):

  • Föstudag 23. júní, 6:45 – 14:30 og kl.19:30 – 22:00
  • Laugardag 24. júní, kl. 19:30 – 22:00
  • Sunnudag 25. júní, kl. 18:00 – 20:00

Til að vega aðeins á móti styttingunni í Sundlaug Akureyrar verður opið lengur en venjulega í Glerárlaug:

  • Föstudag 23. júní, kl. 6:45 – 21:00
  • Laugardag 24. sunnudag 25. júní, kl. 9 – 18

Viðskiptavinir eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kunna að leiða.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan