Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar, niðurstaða bæjarstjórnar

Bæjarstjórn Akureyrarkaupstaðar hefur þann 5. september samþykkt rammahluta aðalskipulags Oddeyrar í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagssvæðið afmarkast af Glerá í norðri, Glerárgötu í vestri, Strandgötu í suðri og til austurs nær svæðið að sjó. Í rammahluta aðalskipulagsins er lögð fram heildstæð stefna um þróun byggðar og er forsenda fyrir deiliskipulagsgerð einstakra reita á svæðinu.

Tillagan var auglýst frá 26. apríl til 7. júní 2017. Þrjár athugasemdir bárust og átta umsagnir. Bæjarstjórn hefur afgreitt athugasemdirnar og sent þeim sem gerðu athugasemdir umsögn sína. Athugasemdirnar gáfu tilefni til breytinga á tillögunni. Þær helstu eru eftirfarandi:

  • Nýr kafli og skýringarmynd sem fjallar um stofnlagnir hitaveitu, vatnsveitu og þrýstilögn fráveitu,
  • Þjónustugata meðfram ströndinni milli Silfurtanga og Laufásgötu er felld út.
  • Settir eru inn valkostir um tengingu Laufásgötu við Hjalteyrargötu. Endanleg lausn verður ákvörðuð í deiliskipulagi.
  • Sett eru inn ákvæði fyrir reit D: Í deiliskipulagi og hönnun bygginga skal taka mið af nálægð við atvinnusvæði, sem valdið geta truflun með umferð og hávaða. Miða skal við að íbúðarbyggð á svæðinu hafi ekki í för með sér íþyngjandi kvaðir eða kröfur á nálæga atvinnustarfsemi.

Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar

Breyting á aðalskipulagi Akureyrar á Oddeyri

Rammahluti aðalskipulags Oddeyrar hefur verið sent Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu bæjarstjórnar, geta snúið sér til skipulagssviðs, Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð.

Sviðsstjóri skipulagssviðs

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan