Ræktum eigið grænmeti

Fólk á öllum aldri getur ræktað grænmeti í Matjurtagörðum Akureyrar.
Fólk á öllum aldri getur ræktað grænmeti í Matjurtagörðum Akureyrar.

Líkt og undanfarin ár gefst Akureyringum kostur á að leigja matjurtagarða af sveitarfélaginu í sumar og rækta eigið grænmeti.

Þetta eru 15 fermetra garðar sem hver og einn hefur til umráða og kostar 4.900 krónur að leigja garð.

Leiðbeiningar og ráðgjöf verða í boði á staðnum. Athugið að takmarkað magn af matjurtagörðum er til úthlutunar og því er rétt að hafa hraðar hendur.

Umsóknarfrestur er til og með 14. mars.

Umsóknum skal koma á framfæri í gegnum netfangið gardur@akureyri.is eða í síma 460-1108. Fram skal koma nafn, kennitala, símanúmer og netfang umsækjanda.

Matjurtagarðar eru ætlaðir íbúum sem hafa lögheimili á Akureyri.

Ræktum eigið grænmeti, stuðlum að kolefnisjöfnun og sjálfbærni og njótum um leið útiveru í dásamlegu umhverfi. 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan