Opnað fyrir umsóknir í Vinnuskólann

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Vinnuskólann fyrir ungt fólk á aldrinum 14-17 ára.

Helstu verkefnin eru að hreinsa og fegra bæinn okkar með umhirðu opinna svæða, rakstri og hreinsun beða, einnig starfar þónokkur fjöldi krakka á vegum Vinnuskólans hjá félögum og stofnunum Akureyrarbæjar. Hluti af starfinu er fólginn í fjölbreyttri og uppbyggilegri fræðslu til starfsfólks Vinnuskólans.

Vinnuskólinn fyrir 14 ára (fædd 2010)

Vinnuskólinn fyrir 15 ára (fædd 2009)

Vinnuskólinn fyrir 16 ára (fædd 2008)

Vinnuskólinn fyrir 17 ára (fædd 2007)

Umsóknarfrestur er til og með 31. maí nk.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan