Nýtt upplýsingarit um velferðartækni

Forsíðan á upplýsingaritinu.
Forsíðan á upplýsingaritinu.

Velferðarsvið Akureyrarbæjar hefur gefið út bækling með fróðlegum og hagnýtum upplýsingum um um velferðartækni.

Bæklingurinn er einkum ætlaður eldri borgurum og aðstandendum þeirra til útskýringar á því hvernig velferðartækni getur aukið lífsgæði. Þarna eru ýmsar upplýsingar um mismunandi tæknilausnir og hvernig þær geta aukið sjálfstæði fólks í daglegum athöfum og stuðlað að því að fólk geti búið lengur á heimilum sínum.

Hjálpartæki til daglegra athafna, myndsamtöl, snjöll heimili, öryggi og líkamleg og andleg þjálfun er meðal þess sem fjallað er um í bæklingnum.

Ritinu hefur verið dreift á um 400 heimili til þeirra eldri borgara sem fá heimaþjónustu hjá Akureyrarbæ. Hér er hægt að skoða rafræna útgáfu.

Akureyrarbær vill vera leiðandi á sviði velferðartækni og er unnið markvisst eftir stefnu á því sviði. Velferðartækni hefur í för með sér ávinning fyrir notandann, aðstandendur, samfélagið og atvinnulíf bæjarins. Þjónusta við eldri borgara á Akureyri er fjölbreytt og miðar að því að þeir geti búið sem lengst heima við sem best lífsgæði. Tæknilausnir og nýsköpun í velferðarþjónustunni eru lykilþættir í því.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan