Nýtt stígaskipulag öðlast staðfestingu

Strandstígurinn við Drottningarbraut er vinsæll meðal bæjarbúa og gesta.
Strandstígurinn við Drottningarbraut er vinsæll meðal bæjarbúa og gesta.

Skipulagsstofnun hefur staðfest breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 sem felur í sér nýtt heildarskipulag fyrir stígakerfið innanbæjar.

Með nýju stígaskipulagi er sett fram heildstæð stefna og skýr framtíðarsýn um að byggja upp skilvirkt, öruggt og aðlaðandi stígakerfi sem gerir íbúum kleift að sinna vinnu, daglegum erindum og frístundum allt árið um kring. Markmiðið er að stuðla að bættum samgöngum fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur og er gert ráð fyrir auknum aðskilnaði þar á milli.

Samkvæmt skipulaginu er kerfið flokkað í stofnstíga, tengistíga, útivistarstíga, reiðstíga og almenna stíga. Stofn- og tengileiðir eiga að vera greiðfærar allt árið og mynda samfelldar og áreiðanlegar tengingar fyrir íbúa á öllum aldri að komast um bæinn á vistvænan hátt.

Stígaskipulagið er nauðsynlegur grunnur fyrir nánari útfærslu, hönnun og framkvæmdir við nýja stíga og endurbætur á þeim sem fyrir eru. Nú þegar eru hafnar framkvæmdir við uppbyggingu stíga við Sjafnargötu og Krókeyri sem taka mið af skipulaginu. Einnig verður stígaskipulagið haft til hliðsjónar við væntanlegar umferðaröryggisaðgerðir í Skarðshlíðarhringnum. Eitt af stóru verkefnum þessa árs er hönnun á nýjum aðskildum göngu- og hjólastíg í gegnum allan bæinn.

 

Hægt er að skoða skipulagsgögnin hér:

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan