Ný lóð fyrir hafnsækna ferðaþjónustu

Lóðin Oddeyrarbót 3 er nú auglýst laus til umsóknar. Henni var bætt inn á skipulag, austan lóðarinnar Oddeyrarbót 2 með deiliskipulagsbreytingu sem samþykkt var í bæjarstjórn 4. október 2016. Stærð lóðarinnar er 563,5 m² og byggingarreiturinn er þannig staðsettur að möguleiki er á dvalarsvæði sunnan byggingar.

Nýtingarhlutfall lóðarinnar er 0,355. Hámarks byggingarmagn innan lóðar er 200,0 m² (563,5 m2 x 0,355). Lágmarks byggingarmagn innan lóðar er 100 m².

Sömu skilmálar gilda fyrir Oddeyrarbót 3 og eru í gildi fyrir Oddeyrarbót 1 og 2, það er að byggingin skal vera einnar hæðar, þakform verði flatt og hámarksvegghæð verði 4,0 metrar frá gólfkóta.

Byggingarskilmála og eyðublöð má finna á heimasíðu Akureyrarbæjar: https://www.akureyri.is/is/thjonusta/skipulag-og-byggingar/lausar-lodir/lausar-byggingarlodir.

Umsóknarfrestur er til og með 4. október 2017 og umsóknum skal skila í afgreiðslu skipulagssviðs eða í þjónustuanddyri Geislagötu 9. Í umsókn skal gera grein fyrir fyrirhugaðri starfsemi á lóðinni.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan