Ný fjallahjólabraut í Kjarnaskógi

Á laugardaginn kl. 10:00 verður ný fjallahjólabraut vígð í Kjarnaskógi. Vinna við lagningu brautarinnar hófst sumarið 2008 með lagningu 3. kílómetra langra brauta sem strax urðu mjög vinsælar. Í kjölfarið var ákveðið að ráðast í frekari framkvæmdir og nú verður opnuð sérhönnuð fjallahjólabraut þar sem hægt er að hjóla 12 kílómetra langan hring. Um er að ræða lengstu sérhönnuðu fjallahjólabraut landsins sem verður án vafa mikil vítamínssprauta fyrir fjallahjólafólk á Íslandi.

Á nk. laugardag verður brautin formlega vígð við snyrtihúsið Kjarnakot í Kjarnaskógi kl. 10:00. Í kjölfarið verður boðið upp á leiðsögn um brautirnar og eru áhugasamir hvattir til að mæta með hjól og reiðhjólahjálma.

Nánari upplýsingar um fjallahjólabrautina veitir Johan Holst framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga í síma 893 4047.

hjolreidastigur_kjarna2

hjolreidastigur_kjarna4

hjolreidastigur_kjarna3

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan