Mikil tækifæri í markaðssetningu Hríseyjar

Ferðafólk á leið til Hríseyjar. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.
Ferðafólk á leið til Hríseyjar. Mynd: María Helena Tryggvadóttir.

Rúmlega helmingur landsmanna hefur heimsótt Hrísey um ævina og 17% á síðustu fimm árum samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar sem Gallup gerði fyrir Akureyrarstofu.

Langalgengasta ástæða þess að fólk hefur ekki heimsótt Hrísey er að hugmyndin um heimsókn hefur ekki kviknað og að fólk hreinlega veit ekki hvað þangað er að sækja. Þetta bendir til þess að full ástæða sé til að auka markaðssetningu Hríseyjar sem gefi um leið gott færi á að efla ferðaþjónstu þar og styrkja búsetu í eyjunni. Mjög fáir nefna að það taki of langan tíma að sigla út í Hrísey eða kosti of mikið, enda tekur sjóferðin rétt um 15 mínútur og kostar aðeins 1.500 kr. báðar leiðir.

Það sem helst dregur fólk út í Hrísey er náttúran og gönguleiðirnar (24%), hópaferðir til dæmis með vinnufélögum (22%), kyrrðin (18%) og heimsókn til ættingja (16%).

Könnunin er hluti af markaðsátaki Akureyrarstofu sem hefur það að markmiði að auka áhuga Íslendinga á að heimsækja Hrísey. Markaðsátakið nýtur stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra.

Helstu niðurstöður könnunarinnar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan