Lokanir vegna malbikunar Þórunnarstrætis og Miðhúsabrautar

Syðsti kafli Þórunnarstrætis verður lokaður frá kl. 18 í dag, mánudaginn 10. júní, og fram eftir degi á morgun vegna malbikunar.

Kaflinn sem malbikaður verður nær frá Mímisbraut að Miðhúsabraut og verður þar lokað fyrir alla umferð uns framkvæmdum lýkur.

Miðvikudaginn 12. júní er reiknað með að Miðhúsabraut verði malbikuð frá hringtorginu á Dalsbraut að Mýrarvegi. Þær framkvæmdir hefjast kl. 8 að morgni miðvikudags og verður ef allt gengur að óskum lokið seinnipartinn þann sama dag.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan