Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023

Akureyrarvaka fer fram um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.

Listagilið og göngugatan verða lokuð fyrir umferð ökutækja frá kl. 11 föstudaginn 25. ágúst til hádegis sunnudaginn 27. ágúst. Það á einnig við um göturnar næst Ráðhústorgi, hluta Skipagötu, Strandgötu og Túngötu (rautt á meðfylgjandi korti).

Vegna Draugaslóðar á Hamarkotstúni verða hlutar Þórunnarstrætis, Hamarstígs og Byggðavegar lokuð fyrir umferð ökutækja frá kl. 22.00-23.45 föstudagskvöldið 25. ágúst en þó geta íbúar og neyðaraðilar ekið um Þórunnarstræti og hluta Hamarstígs (fjólublátt á meðfylgjandi korti).

Gestir Draugaslóðar geta nýtt sérstök bílastæði sem verða á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti frá kl. 21.30-23.45. Umferðastýring inn á svæðið verður í höndum Björgunarsveitarinnar Súlna. Gestir eru eindregið hvattir til að nýta aðra samgöngumáta að svæðinu, munum að fátt er hollara en góð gönguferð um bæinn fagra. Sérstakt kort af bílastæði má finna HÉR

Vegna vígslu á sögustaurum verður hluti Aðalstrætis og Hafnarstrætis sunnan gatnamóta við Aðalstræti, lokuð fyrir umferð ökutækja frá kl. 9.30-10.15 laugardaginn 26. ágúst. Gestir víslunnar halda síðan áfram í Sögugöngu og verða gatnamót Aðalstrætis og Hafnarstrætis í suðri lokuð fyrir umferð frá kl. 9.30-11.00 (blátt á meðfylgjandi korti).

Kort yfir lokanir gatna á Akureyrarvöku (pdf)

Helstu bílastæði við hátíðarsvæði:

Bæjarbúar eru hvattir til að nota umhverfisvænar samgöngur að og frá hátíðarsvæðunum.

 • Menningarhúsið Hof
 • Ráðhúsið
 • Skipagötu
 • Hofsbót
 • Íþróttahöllina
 • Kaupvang
 • Berjaya Akureyri Hótel
 • Neðan við Rósenborg
 • Sundlaug Akureyrar
 • Menntaskólann á Akureyri
 • Skautahöllina

Almenningssalerni verða á eftirtöldum stöðum:

 • Menningarhúsið Hof (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Bílastæði við Ráðhústorg (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Listasafnið á Akureyri (aðgengi fyrir fatlaða)
 • Lystigarðurinn (aðgengi fyrir fatlaða)

Vakin er athygli á því að samkvæmt 12. grein samþykktar Akureyrarbæjar um hundahald er óheimilt að fara með hunda á samkomur eins og Akureyrarvöku.

Umferð dróna er bönnuð nema með leyfi hátíðarhaldara og flugturns Akureyrarflugvallar.

Dagskrá Akureyrarvöku er að finna á www.akureyrarvaka.is.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan