Jólakötturinn á Ráðhústorgi

Ljósin verða tendruð á jólatrénu á Ráðhústorgi laugardaginn 28. nóvember og þá um leið verður afhjúpað listaverkið Jólakötturinn sem verður á torginu fram að jólum. Jólatréð er sem fyrr gjöf frá vinabænum Randers í Danmörku en Jólaköttinn smíðaði ungt fólk úr Fjölsmiðjunni undir leiðsögn Aðalheiðar Eysteinsdóttur og er hann í anda hinna þekktu tréskúlptúra hennar.

Fjölsmiðjan á Akureyri er vinnusetur fyrir ungt fólk sem stendur á krossgötum. Þar gefst fólki tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða áframhaldandi nám. Fjölsmiðjan hefur tekið að sér ýmis verkefni síðan hún var stofnuð árið 2007. Af föstum verkefnum má nefna sölu og viðgerð á nytjahlutum, rekstur mötuneytis og bílaþvott, en sífellt er leitað nýrra og fjölbreyttra viðfangsefna og er Jólakötturinn eitt þeirra og líklega það nýstárlegasta til þessa.

Verkefnið er styrkt af Menningarráði Eyþings.

Hér má sjá frétt sjónvarpsstöðvarinnar N4 um Jólaköttinn.

Myndirnar að neðan voru teknar í vikunni þegar smíði kattarins lauk og verið var að mála hann.

Jolakottur09_1

Jolakottur09_2

Jolakottur09_3

Jolakottur09_4

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan