Innritun í leikskóla Akureyrarbæjar haustið 2024

Leikskólinn Naustatjörn.
Leikskólinn Naustatjörn.

Mikilvægt er að öllum umsóknum um leikskóla haustið 2024 og umsóknum um flutning á milli leikskóla verði skilað inn fyrir 1. febrúar nk. Umsóknum er skilað inn á rafrænu formi í þjónustugátt Akureyrarbæjar

Aðalinnritun í leikskóla á Akureyri fyrir haustið 2024 fer fram í mars og apríl nk. Þá fá foreldrar nýrra nemenda send innritunarbréf frá leikskólunum í tölvupósti.

Innritað er í hvern skóla eftir kennitölum umsækjenda. Þar sem fjöldi umsókna í hvern skóla ræður að stórum hluta aldursamsetningu á deildum verður ekki ljóst fyrr en eftir 1. mars nk. hvaða leikskólar koma til með að innrita 12 mánaða gömul börn, fyrir utan Árholt/Tröllaborgir, Hulduheima Kot og Dvergheima v. Iðavöll/Oddeyrarskóla, sem eingöngu innrita börn af yngsta árgangi.

Gera má ráð fyrir að aðlögun geti hafist síðari hluta ágústmánaðar, þ.e. eftir að verðandi grunnskólabörn hætta í leikskólunum. Tímalengt aðlögunartímabilsins fer eftir fjölda barna í aðlögun á hverri deild. Aðlögun barna tekur sinn tíma og því má gera ráð fyrir að hún geti staðið yfir fram í októbermánuð.

Foreldrum er bent á að kynna sér reglur um leikskólaþjónustu.

Rules on Preschool Service of Akureyri Municipality

Zasady dotyczące przedszkoli Akureyrarbær

قواعد خدمات روضات االطفال في مدينة آكوريري

Upplýsingar um einstaka leikskóla

Preschools in Akureyri – boocled, a short introduction from each preschool

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan